Leiðbeiningar fyrir höfunda

Mikilvægt er að höfundar fylgi leiðbeiningum í hvívetna, enda auðvelda þær ritstjóra, ritrýnum og ritnefnd að meta efni og í framhaldinu að ganga frá því til prentunar.

Frá og með árinu 2015 er greinum í Árbók skipt upp sem hér segir:

Greinar:  fræðilegar greinar, ritrýndar.
Þankar: frjálslegri hugleiðingar og skoðanaskipti um ýmislegt sem viðkemur faginu.
Af vettvangi:  Frásagnir og skýrslur um rannsóknir af ýmsu tagi.

Fræðilegar greinar sem berast Árbók eru ritrýndar, þ.e. sendar nafnlausar til eins eða tveggja ritrýna eftir atvikum.  Þeir fylla út matseyðublað sem síðan er skilað til ritstjóra.  Ritrýnendur veita umsögn um handrit, fyrst og fremst efnislega, ákveða hvort það telst hæft til birtingar og hvaða breytingar sé æskilegt að gera fyrir birtingu.  Ritstjóri yfirfer athugasemdir ritrýna og bætir við umsögn eftir því sem þurfa þykir.  Ritnefnd áskilur sér rétt til að hafna greinum ef þær uppfylla ekki fræðilegar kröfur eða falla ekki að markmiðum tímaritsins.

Texti skal sendur ritstjóra á stafrænu formi á hidislenskafornleifafelag@gmail.com. Myndefni skal sent á myndskrárformi, t.d. sem .jpg eða .tiff skrár.  Skilmerkilega skal merkt fyrir myndum og töflum inni í textanum og þær sjálfar auðkenndar á samsvarandi hátt.  Myndatextar eiga einnig að fylgja textanum, t.d. aftan við heimildaskrá, merktir á augljósan hátt. Æskilegt er að greinar fari ekki yfir 12000 orð nema að höfðu samráði við ritstjóra.  Haldið verður í þá hefð að birta lengri greinar eftir því sem rúm leyfir og ástæður þykja til.

Öllum greinum skal fylgja útdráttur á ensku, gjarnan á bilinu 200-400 orð, sem og fullt nafn höfundar, fæðingarár og núverandi starf.

Höfundar fá próförk til yfirlestrar eftir að umbroti lýkur.  Ritnefnd annast prófarkalestur en þó er rétt að taka fram að höfundur ber sjálfur mikla ábyrgð á leiðréttingum.

Tilvísanir.  Í Árbók birtast tilvísanir í neðanmálsgreinum.  Í tilvísun nægir að tiltaka nafn höfundar og útgáfuár greinar eða rits að viðbættu blaðsíðutali.  Nánari upplýsingar um útgáfuna má svo nálgast í heimildaskrá.  Ef um íslenskan höfund er að ræða skal bæði fornafn og eftirnafn höfundar koma fram en einungis eftirnafn erlends höfundar.  Dæmi:

 • Kristján Eldjárn 1956, bls. 102.
 • Hitzler 1979, bls. 195.

Rit sem eru án höfundar eru auðkennd með titli rits eða ritstjóra, ef hann er tilgreindur.  Nánar er fjallað um það í reglum um heimildaskrá.

Athugið að leyfilegt er að stytta langa titla í tilvísunum en því aðeins að skýring fylgi í hornklofa á eftir þeirri tilvísun þar sem heitið kemur fyrst fyrir.  Dæmi:

 • Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn [hér eftir D.I.] I, bls. 356.

Heimildaskrá fylgir öllum fræðilegum greinum í Árbók og skal hún sett upp þannig að fullt samræmi sé milli tilvísana og færslna í skránni  Heimildum skal raðað í stafrófsröð eftir nafni höfunda, eins og venja er.  Íslenskum höfundum er raðað eftir fornafni en hjá erlendum höfundum ræður eftirnafnið uppröðun.  Fornafn erlends höfundar skal þó rita fullum stöfum.  Titill útgefinna rita skal skáletraður en greinaheiti skulu höfð innan íslenskra gæsalappa.

Ef bók er án tilgreinds höfundar ræður titill oftast uppröðun en stöku sinnum ritstjóri, sé um ritgerðasafn að ræða.

Dæmi um greinar í heimildaskrá:

 • Guðmundur Ólafsson.  1980.   „Grelutóttir.  Landnámsbær á Eyri við Arnarfjörð.“  Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1979, bls. 25-73.
 • Guðrún Sveinbjarnardóttir.  2004.  „Landnám og elsta byggð.  Byggðamunstur og búsetuþróun.“  Hlutavelta tímans.  Menningararfur á Þjóðminjasafni.  Ritstj. Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir, bls. 38-47.  Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík.
 • Edwards, Kevin J., Egill Erlendsson & J. Edward Schofield.  2011. „Is there a Norse footprint in North Atlantic Pollen Records?“  Viking Settlements and Viking Society.  Papers from the Proceedings of the Sixteenth Viking Congress , Reykjavík and Reykholt, 16-23 August 2009.  Ritstj. Svavar Sigmundsson, bls. 65-82.  Hið íslenzka fornleifafélag & University of Iceland Press, Reykjavík.

Dæmi um bækur og skýrslur í heimildaskrá:

 • Byock, Jesse.  1982.  Feud in the Icelandic Saga.  University of California Press, Berkeley.
 • Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn I.  1857. Kaupmannahöfn og Reykjavík.
 • Eyrbyggja saga.  1935.  Íslenzk fornrit IV.  Einar Ól. Sveinsson og Matthías Þórðarson gáfu út.  Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
 • Fornleifaskrá.  Skrá um friðlýstar fornleifar.  1990.  Ágúst Ó. Georgsson tók saman.  Fornleifanefnd – Þjóðminjasafn Íslands.
 • Elín Ósk Hreiðarsdóttir.  2004.  Fornleifaskráning í Eyjafirði XIX: fornleifar í Þorvaldsdal og syðsta hluta Árskógsstrandar að hreppamörkum.  FS256-99095.  Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík.
 • Guðmundur Þorsteinsson.  1975.  Horfnir starfshættir og leiftur frá liðnum öldum.  Örn og Örlygur, Reykjavík.
 • Guðrún Alda Gísladóttir.  2004.  Gripir úr Þjórsárdal.  M.A.-ritgerð í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Reykjavík. [óútgefið, þar af leiðandi er titill ekki skáletraður]
 • Hitzler, Egon. 1979. Sel – Untersuchungen zur Geschichte des isländischen Sennwesens seit der Landnamezeit. Universitetsforlaget, Oslo.
 • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. bindi.  1923-1924.  Gullbringu- og Kjósarsýsla.  Hið íslenska fræðafjelag, Kaupmannahöfn.
 • Kristján Eldjárn.  1956.  Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi.  Bókaútgáfan Norðri.
 • Steinunn Kristjánsdóttir.  2012.  Sagan af klaustrinu á Skriðu.  Sögufélag, Reykjavík.
 • Sturlunga saga I-II.  1946.  Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna.  Sturlunguútgáfan, Reykjavík.

Dæmi um vefheimild:

 Höfundar eru hvattir til að hafa samband við ritstjóra ef spurningar vakna um frágang efnis.