Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags hefur komið út allt frá árinu 1881.  Í ritinu birtast niðurstöður fornleifarannsókna og ýmiss konar fróðleikur um fornleifafræðileg efni.   Þótt fornleifafræði eigi jafnan stóran sess í Árbók er löng hefð fyrir því að þar sé fjallað um menningarsöguleg efni í víðara samhengi, til dæmis listasögu, þjóðhátta- og þjóðfræði, örnefnafræði og fleira.

Í Árbók hefur frá upphafi verið leitast við að gera fornleifafræði og menningarsögulegum viðfangsefnum skil á aðgengilegan hátt svo að bæði almenningur og fræðimenn geti lesið sér til gagns og ánægju.  Fræðilegum kröfum er fylgt til hins ítrasta.

Árbók fram til ársins 2001 er aðgengileg á vefnum timarit.is.Árbók er ritrýnt tímarit.  Hún kemur út einu sinni á ári og ritstjóri þess frá og með haustinu 2012 er Birna Lárusdóttir.  Í ritnefnd sitja Guðmundur Stefán Sigurðarson, Mjöll Snæsdóttir og Ragnheiður Traustadóttir.