Um félagið

Hið íslenska fornleifafélag var stofnað árið 1879 og er eitt elsta starfandi félag á Íslandi. Tilgangur félagsins í upphafi var, eins og segir í lögum þess „…að vernda fornleifar vorar, leiða þær í ljós, og auka þekking á hinum fornu sögum og siðum feðra vorra.“  Félaginu var ennfremur ætlað að fræða almenning um fornleifar og sögulega þýðing þeirra.  Rannsóknamenn á vegum félagsins stunduðu m.a. rannsóknir á helstu minjastöðum þjóðarinnar fyrstu áratugina og komu nýrri þekkingu á framfæri með því að birta greinar og skýrslur um leiðangra í riti félagsins, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags.  Nánar má fræðast um sögu og starfsemi félagsins í grein sem Kristján Eldjárn ritaði og birti í Árbók árið 1979: Upprifjun úr hundrað ára sögu Fornleifafélagsins.
Starfsemi félagsins hefur breyst frá upphafsárunum, enda eru ekki stundaðar rannsóknir á vegum þess lengur.   Megintilgangur félagsins í dag er að gefa út Árbók hins íslenzka fornleifafélags, en hún hefur komið út allt frá árinu 1881.  Auk þess stendur félagið fyrir fyrirlestrarhaldi ár hvert á aðalfundi.

Hið íslenzka fornleifafélag er opið öllum og áhugamenn um fornleifar og menningarsögu eru hvattir til að ganga í það.  Netfang félagsins er hidislenskafornleifafelag@gmail.com

Hið íslenzka fornleifafelag
kt. 620169-7579
Reikningsnúmer 0101-26-7095
Pósthólf 177,  121 Reykjavík